föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rækjuveiðar heimilaðar í sunnanverðum Breiðafirði

14. maí 2013 kl. 15:51

Rækja

Veiðarnar einskorðast við skip upp að 105 brl.

Að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið heimilað rækjuveiðar í sunnanverðum Breiðafirði, vestan Krossnesvita, fram til 1. júlí 2013.

Veiðarnar má ekki stunda með stærri skipum en 105 brl og skal varpa skipanna búin seiðaskilju eins og hún er skilgreind í reglugerðum frá ráðuneytinu.

Heimild til rækjuveiða á svæðinu gildir frá og með miðnætti 15. maí.

Athygli skal vakin á að samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er lagt til að svæðinu við Snæfellsnes (Kolluáll, Breiðafjörður og Jökuldjúp) verði lokað fyrir rækjuveiðum þegar 1.000 tonnum er náð. Fari rækjuafli á svæðinu yfir 1.000 tonn 2013 ákveður ráðherra hvort veiðar verði bannaðar á svæðinu.