fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rækjuveiði eykst um 30% milli ára

4. september 2012 kl. 11:00

Rækja (Mynd: Kristinn Benediktsson)

Fjörutíu skip og bátar hafa landað rækju á árinu.

 

Frá áramótum til ágústloka veiddust 8.100 tonn af rækju á þessu ári samanborið við 6.200 tonn í fyrra á sama tíma, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Aukningin er rúm 30%. 

Samkvæmt upplýsingum á vefnum  aflafrettir.com  hafa fjörutíu bátar landað rækju það sem af er árinu. Af þeim hafa tólf skip verið á innfjarðarrækju, sjö í Arnarfirði og fimm í Ísafjarðardjúpi en tuttugu og átta á úthafsrækjuveiðum. 

Aflahæstu skipin eru Brimnes RE með tæp 950 tonn, Sigurborg SH með 617 tonn og Gunnbjörn ÍS með 581 tonn en þar á eftir koma Örvar SK með 523 tonn og Ísbjörn ÍS með tæp 500 tonn.  Öll þessi skip stunda úthafsrækjuveiðar.