laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rannsaka gildi loftpúða í skipum

2. júlí 2014 kl. 11:10

Blásast upp á örskotsstund og skapa meiri tíma til björgunar

Evrópusambandið hefur fjárfest í rannsóknarverkefni sem miðar að því að halda skipum sem verða fyrir skipskaða stöðugum og á floti með loftpúðum. Vonir standa til að með þessari nýju tækni gefist björgunarliðum aukið ráðrúm til að koma áhöfn frá borði skips sem er í sjávarháska.

Í flestum tilfellum er skrokkur nýrra skipa samsettur úr fjölmörgum hólfum sem hafa þann tilgang að draga úr alvarleika þess þegar göt eða rifur koma á skrokk og viðhalda haffærni. Erfiðara er að eiga við vandamálið þegar sjór kemst inn í mörg hólf á sama tíma. Það gerist oft við skipsströnd og getur leitt til þess að skip leggjast á hlið sem gerir björgunarstörf torveldari og hættulegri.

Rannsóknarverkefnið snýst um það að draga úr þessum hættulegu aðstæðum með því koma fyrir uppblásanlegum loftpúðum annað hvort á milli skipsbolsins eða í jafnvægistönkum. Um er að ræða endurbætta tækni sem notuð er til þess að blása upp loftpúða á örskammri stund við björgun kafbáta.

 

Sjá nánar hér.