laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rannsóknastofa hafsins opnuð í Björgvin

27. maí 2016 kl. 11:24

Norska hafrannsóknastofan safnar saman á einn stað þeirri tækni sem vaktar undirdjúpin.

Þar er safnað saman allri tækni sem notuð er til að vakta undirdjúpin.

Forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, opnar formlega í Björgvin á mánudag nýja stofnun, Norsku hafrannsóknastofuna, þar sem safnað er saman á einn stað nýjustu tækni sem notuð er til þess að vakta undirdjúpin. 

Að rannsóknastofunni standa norska hafrannsóknastofnunin, háskólinn í Björgvin og rannsóknastofnun norska hersins. Þessi tækni er meðal annars notuð til þess að fylgjast með áhrifum  loftslagsbreytinga á lífið í hafinu, t.d. hvaða afleiðingar hækkun sjávarhita hefur á svifdýr, fiskistofna og aðra sjávarbúa. Einnig hvernig olíuleki getur spillt viðkvæmum búsvæðum. 

Á rannsóknastofunni mun fara fram viðhald og viðgerðir á fjarstýrðum og sjálfstýrðum búnaði sem notaður er neðansjávar og auk þess er gert ráð fyrir að hún verði vettvangur þróunar á nýjum búnaði. 

Frá þessu er skýrt á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar.