mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rannsóknir á kúfskeljaplóg í Þistilfirði

8. október 2009 kl. 11:37

Í september sl. fór fram athugun á veiðihæfni kúfskeljaplógs í Þistilfirði. Veiðar og vinnsla á kúfskel hafa verið stundaðar frá Þórshöfn s.l. 14 ár en nú með nýju sniði. Í dag er lögð áhersla á veiðar á smærri skel sem flutt er lifandi á markaði í Evrópu.

Kúfskel lifir niðurgrafin í sandbotni og þarf því sérstakan plóg til að veiða hana. Veiðar á skel sem halda á lifandi, fara fram með einföldum tannplógi án nokkurs þrýstings.

Til rannsókna á slíkum plógi var notaður Manni ÞH-88 sem stundað hefur þessar veiðar frá Þórshöfn á Langanesi og rannsóknarbátur Hafrannsóknastofnunarinnar, Einar í Nesi.

Verið er að vinna úr gögnum en fyrstu niðurstöður benda til þess að plógurinn veiði flesta stærðarflokka skelja eða allt frá 20 mm og upp í 90 mm. Aðaluppistaða veiðinnar í fjölda eru þó skeljar frá 40-65 mm. Hlutfall brotinna skelja í afla er um það bil 15% og á botni 17%.

Sjá nánar á vef Hafró, HÉR