miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rauðagull í netin

29. apríl 2011 kl. 12:00

Karfi í netum. (Mynd: Tryggvi Sveinsson)

Þorleifur EA fékk 25 tonn af aldamótakarfa á netavertíðinni

Sjómönnum finnst alla jafna ekki þægilegt að fá karfa í netin því hann er sá fiskur sem einna óþægilegast er að greiða úr netunum. Þeir á Þorleifi EA fögnuðu því þó að fá karfann í vetur því hann selst nú háu verði á fiskmörkuðum.

Þetta kemur fram í viðtali í nýjustu Fiskifréttum við Gylfa Gunnarsson, útgerðarmann og skipstjóra á Þorleifi EA frá Grímsey. Rætt var við Gylfa um netarallið fyrir norðan og vetrarvertíðina.

,,Meðafli er ekki mikill en þó höfum við fengið um 25 tonn af karfa með á vertíðinni. Allt saman aldamótakarfi. Hann er ekki vinsæll en flýtur með. Áhöfnin er ánægð yfir því að gott verð fæst fyrir hann. Hún sættir sig því við að greiða hann úr netunum þótt það sé leiðindaverk. Ætli meðalverðið á karfanum sé ekki  um 400 krónur á kílóið. Við köllum hann rauðagullið,“ sagði Gylfi.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.