laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rétt blæðing gefur betra hráefni

5. desember 2013 kl. 09:00

Rotex-búnaður tryggir jafna blæðingu.

Rannsóknir Matís gefa sterka vísbendingu um betri gæði afurða ef fiskur er meðhöndlaður með stýrðri blæðingu.

Rétt blæðing á fiski og snöggkæling á afla um borð tryggir hvítara fiskhold og betra hráefni. Þetta eykur gæði sjávarafurða. 3X Technology hefur þróað búnað sem stýrir blæðingu á fiski. Fjallað er um búnaðinn í nýjustu Fiskifréttum. 

Búnaðurinn nefnist Rotex-skipakerfi og byggist á stýrðri blæðingu sem fram fer í skrúfutönkum. 3X Technology hefur fengið einkaleyfi á því hvernig flæðinu er stýrt í tönkunum og hefur það verið skráð í mörgum löndum, nú síðast í Kína.

Áður var fiskurinn settur í eitt kar eftir blóðgun og færiband upp úr því sem flutti fiskinn. Það hefur þann ókost að sumir fiskar eru kannski of lengi í karinu en aðrir of stutt. Í Rotex-búnaðinum fá allir fiskar sama blæðingartíma. Fiskur sem fer í gegnum Rotex og fær rétta blæðingu er mun hvítari en annar fiskur samkvæmt mælingum Matís. Rannsóknir Matís gefa sterka vísbendingu um betri gæði afurða ef fiskur er meðhöndlaður með stýrðri blæðingu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.