mánudagur, 30. mars 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reykjavík kvótahæsta höfnin

2. september 2011 kl. 14:32

Aðalbjörg RE, eitt Reykjavíkurskipanna. (Guðm. St. Valdimarsson).

Vestmannaeyjar eru í öðru sæti og Grindavík í því þriðja

Þrjár heimahafnir skera sig úr með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert mikið meira  úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 11,35% af heildinni samanborið við 14,3% í fyrra. Breytingin felst í minna magni sem úthlutað er til skuttogara þaðan.

Næstmest fer til Vestmannaeyja eða 10,6% og þá til skipa með heimahöfn í Grindavík, eða 9,5% af heildinni, og er það í báðum tilvikum svipað hlutfall og í fyrra.

Á vef Fiskistofu er vakin athygli á því að það kvótahlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í flestum tilvikum eitthvað milli fiskveiðiára og má rekja það til

Sem dæmi má nefna Skagaströnd: Á fyrra fiskveiðiári var 3,19% af heildinni úthlutað breytinga á þorskígildisstuðlum sem og tilfærslu aflahlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn. þangað samanborið við 1,64% ár. Þetta stafar af því að FISK Seafood ákvað að flytja skráningu togarans Örvars frá Skagaströnd til Sauðárkróks og breyttust einkennisstafir skipsins úr HU í SK af þeim sökum. Af þessum ástæðum bætast 1,9% kvótans við Sauðárkrók en hverfa frá Skagaströnd. Eignarhald togarans er hins vegar að sjálfsögðu óbreytt.