fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ríkið leigir út 500 tonn af síld

17. september 2012 kl. 13:11

Síld

Leigugjaldið er 13 krónur á kíló

 

Bátum gefst nú kostur á því að leigja veiðirétt á takmörkuðu magni af íslensku sumargotssíldinni. Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um þessar veiðar.

Samkvæmt reglugerð frá atvinnuvegaráðuneytinu skal úthluta á þessu fiskveiðiári 500 tonnum af síld til skipa allt að 200 brúttótonn að stærð sem ekki stunda veiðar með vörpu. Heimilt er að úthluta skipi allt að 8 lestum í senn gegn 13 króna greiðslu á hvert kíló.

Fiskistofa annast úthlutun aflaheimilda á grundvelli umsókna og skal úthluta aflaheimildum vikulega.