laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ríkið sýknað af kröfu Vinnslustöðvarinnar

25. janúar 2016 kl. 13:23

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (fjær).

VSV krafðist þess að sérstaka veiðigjaldið endurgreitt.

Ríkið var í morgun sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Vinnslustöðvarinnar um að endurgreiða sérstakt veiðigjald. Vinnslustöðin fór fram á að fá rúman hálfan milljarð króna endurgreidda. 

Frá þessu var skýrt í hádegisfréttum RÚV.

Almennt veiðigjald er lagt á afla en sérstaka veiðigjaldið var lagt á hvert þorskígildiskíló af úthlutuðum kvóta og þann afla sem veiddist utan aflamarks. Vinnslustöðin höfðaði mál gegn ríkinu til þess að reyna að fá sérstaka veiðigjaldið endurgeitt fyrir fiskveiðiárið 2012 til 2013. Það ár innheimti ríkið rúma átta milljarða króna í sérstakt veiðigjald. Forráðamenn Vinnslustöðvarinnar töldu þessa innheimtu ekki standast stjórnarskrá þar sem sérstaka veiðigjaldið væri í reynd eignaskattur sem lagður er á veiðiheimildir sem varðar væru af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.