mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ríkið þriðja stærsta „útgerðin“

25. apríl 2014 kl. 15:30

Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis

Byggðaúrræði eiga fyllilega rétt á sér, segir Einar K. Guðfinnsson.

Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis gerir byggða- og félagsleg úrræði í fiskveiðistjórnarlögunum að umtalsefni í grein í Fiskifréttum í dag. Hann bendir á að ef ríkið væri með skráða útgerð, þá væri það hin þriðja stærsta í landinu. Einungis HB Grandi og Samherji væru stærri. Til ráðstöfunar til byggðalegra og félagslegra úrræða séu um 5,3% af heildaraflaheimildunum í þorskílgildum talið. Þetta séu ríflega 28 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári

Hann víkur að áformum Vísis hf. um að hætta starfsemi á þremur stöðum á landinu og segir afleiðingarnar  hrikalegar. „Hafi menn efast um réttmæti þess að byggja félagsleg/byggðaleg úrræði inn í fiskveiðistjórnarkerfið, þá blasir réttlæting þess við þegar sú staða kemur upp sem öllum er ljós í kjölfar þess að langstærsti atvinnurekandinn hverfur á braut á fámennum stöðum.“ 

Og síðan segir Einar: „Það er því algjörlega augljóst að samfélagið hefur skyldur við þessar aðstæður til þess að bregðast við. Því kallist það forsendubrestur þegar verðbólga fer fram úr væntingum manna á einhverju tímabili, þá verður stöðunni  í litlu sjávarpláss við framangreindar aðstæður bara lýst sem svo miklu alvarlegri og stórfelldari. Áfall, hrun eða eitthvað álíka á þarna við; þótt það verði að játast að manni er eiginlega orða vant.“

Sjá greinina í heild í nýjustu Fiskifréttum.