laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Risaskip í kolmunnaslóð

5. mars 2014 kl. 08:00

Risatogarinn umræddi er núna skráður í Litháen

Togarinn Margiris hefur sést í írskri lögsögu mörgum til hrellingar.

Næststærsta fiskiskip veraldar, Margiris, sást í írskri lögsögu í síðustu viku og er talið að það ætli sér að taka þátt í kolmunnaveiðum þar um slóðir. Eins og ávallt þegar risaskipin birtast veldur það titringi til sjós og lands enda verður seint sagt að þau séu aufúsugestir þar sem dúkka upp. 

Margiris, sem er 143 metra langt skip og 9.500 tonn að stærð, hefur verið úthýst víða um heim, nú síðast úr ástralskri lögsögu að því er fregnir herma. Skipið er nú komið aftur undir litháískan fána og virðist þar með geta nýtt sér kvóta Evrópusambandsins innan og utan írskrar lögsögu, að því er fram kemur í írska sjávarútvegsblaðinu The Skipper.