mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Risasmokkfiskur veiddist við Japan

21. janúar 2014 kl. 10:00

Risasmokkfiskurinn

MYNDBAND – fiskurinn var 163 kíló og 8 metrar á lengd

Risasmokkfiskur veiddist nýlega við Japan. Flæktist smokkurinn í netunum hjá báti sem var annars að veiða fisk sem nefnist gulsporður, að því er fram kemur á fis.com. Sjá myndband HÉR.

Farið var í land með skepnuna og reyndist hún vera 163 kíló á þyngd og nærri 4 metrar á lengd. Sérfræðingar segja að smokkurinn hafi misst lengstu angana þegar hann var fangaður og hafi hann líklega verið 8 metrar á lengd.

Lengsti fiskur af þessari tegund sem fundist hefur var 18 metrar og vó eitt tonn.