sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrjár hrefnur veiddust í Faxaflóanum í gær

13. ágúst 2008 kl. 16:17

Njörður KÓ veiddi þrjár hrefnur í Faxaflóa í gær. Dýrin voru veidd á mjög skömmum tíma, en báturinn hélt út um klukkan níu í gærmorgun og var búin að ná dýrunum þremur fyrir klukkan þrjú, að því er fram kemur á vef Félags hrefnuveiðimanna.

,,Sem fyrr er nóg af hrefnu í Faxaflóa og mikið líf. Nú hafa veiðst 30 hrefnur af þeim 40 dýra kvóta sem gefin var út í vor. Hrefnubáturinn Njörður mun klára kvótann nú í ágúst, en veiðitímabili líkur 1. september nk.,“ segir ennfremur á vef Félags hrefnuveiðimanna.