miðvikudagur, 11. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Roðið af Júlíusi þriggja milljarða virði?

18. nóvember 2013 kl. 09:21

Júlíus Geirmundsson ÍS (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Gríðarlegir möguleikar í frekari nýtingu aukaafurða

Nýsköpunarfyrirtæki hérlendis eru þegar komin vel á veg með að þróa og framleiða lyf, heilsuvörur og snyrtivörur úr því sem áður var kallaður fiskúrgangur. Dæmi um þetta er fyrirtækið Kerecis á Ísafirði sem framleiðir stoðefni úr þorskroði sem notað er til þess að græða þrálát sár.

Á fundi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Íslenska sjávarklasans í síðustu viku tók Ívar Þór Axelsson frá Kerecis dæmi um verðmæti þeirrar vöru sem fyrirtækið framleiddi úr þorskroði.

Hann sagði að frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS hefði skilað rösklega 1,8 milljörðum króna í aflaverðmæti á síðasta ári. Afli skipsins gæfi að meðaltali af sér um 500.000 þorskroð á ári. Úr þeim gæti Kerecis framleitt ríflega 3 milljónir sáraeininga að verðmæti 3 milljarðar króna. 

Frá þessu er skýrt í Fiskifréttum, þar sem sagt er nánar frá fundinum.