þriðjudagur, 24. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rofar til í rækjuveiðum norskra skipa

11. ágúst 2011 kl. 14:50

Rækja

Þúsund tonna meiri afli en í fyrra

Í fyrsta sinn í mörg ár er örlítil aukning í rækjuveiðum Norðmanna. Það sem af er hefur aflinn aukist um nærri 1.000 tonn frá því í fyrra og aflaverðmæti um 30 milljónir NOK (642 milljónir ISK). Þessar upplýsingar koma fram á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Einnig hefur orðið aukning í erlendu hráefni miðað við árið í fyrra þrátt fyrir minni veiði á stjórnunarsvæði NAFO og við Austur-Grænland.

Góður gangur er einnig í útflutningi og í fyrsta sinn í langan tíma hefur verðið á pillaðri, frosinni rækju farið yfir 50 krónur NOK á kílóið (1.070 ISK). Það sem af er þessu ári hafa Norðmenn flutt út um 7 þúsund tonn af rækjuafurðum.

Rækjuveiðin fer fram í Smugunni og eru nú 10 skip að veiðum, þar af 6 norsk skip.