þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rólegt yfir loðnuveiðum við Ingólfshöfða

7. febrúar 2011 kl. 14:10

Guðmundur VE (Mynd: Guð. St. Valdimarsson).

Loðnan er dreifð. Sjö til átta skip á veiðum í blíðuveðri

,,Það er eitthvert leiðindaástand á loðnunni hérna við Ingólfshöfðann. Hún hefur verið dreifð meira og minna síðan í gærdag og ætlar ekki að forma sig almennilega, finnst okkur,” sagði Róbert Hafliðason afleysingaskipstjóri á Guðmundi VE þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn upp úr hádeginu í dag.

,,Loðnan hefur þó gefið sig annað slagið og það náðust nokkur köst í morgun. Við fengum til dæmis 400 tonn snemma í morgun og erum nú að frysta þann afla. Á meðan höldum við okkur nokkrar mílur frá landi en hin skipin eru að kasta núna skammt frá landi. Það er blíðuveður núna en spáð brælu á morgun,” sagði Róbert.

Sjö til átta loðnuskip voru við Ingólfshöfðann síðdegis í dag.