fimmtudagur, 13. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Royal Greenland ræður Kínverja til starfa

23. apríl 2014 kl. 09:00

Paamiut á Grænlandi

Skortur á traustu fiskvinnslufólki þegar mest er að gera.

Grænlendingar eru nú farnir að leita til Kína eftir starfsfólki í fiskiðnaði. Stórfyrirtækið Royal Greenland hefur fengið leyfi viðkomandi sveitarstjórnar til þess að ráða fimm fiskiðnaðarmenn frá Kína til starfa við fiskiðjuverið í Paamiut. 

Í frétt á vef grænlenska útvarpsins að illa hafi gengið að manna vertíðarbundnar stöður í fiskiðjuverinu með heimamönnum vegna þess að of margir hafi reynst óáreiðalegir starfskraftar þegar á reyndi. Hins vegar hafi verið góð reynsla af Kínverjum sem ráðnir voru til Royal Greenland fyrir nokkrum árum og því hafi verið ákveðið að slá til aftur. Fleiri umsóknir um að ráða Kínverja til starfa í fiskvinnslu á Grænlandi liggja fyrir.