laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rúm 60 tonn af hvalkjöti seld til Japans

2. júní 2008 kl. 09:50

Rúmlega 60 tonn af kjöti, eða allt kjötið sem fékkst af sjö langreiðum, sem veiddar voru hér við land sumarið 2006, hefur verið selt til Japans.

Að sögn Fréttablaðsins var það flutt út í flugvél, ásamt hrefnukjöti frá Noregi.

Blaðið hefur það eftir Kristjáni Loftssyni forstjóra Hvals, að gott verð hafi fengist fyrir kjötið, og telur hann að með sölunni sé kominn grundvöllur til að úthluta veiðikvóta í atvinnuskyni.