þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rúmlega 400 tonn veidd á sjóstöng

29. október 2010 kl. 11:49

Frístundaveiðibátar í krókaaflamarkskerfinu veiddu samtals 264 tonn á þessu ári, samkvæm tölum Fiskistofu. Rétt liðlega 200 bátar komu þar við sögu og veiddu þeir allt frá nokkrum kílóum upp í tæp 13 tonn.

Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum, Hvíldarklettur ehf. og Sumarbyggð hf., voru langatkvæðamest í þessum veiðum enda hvort um sig með rúmlega 20 báta á sínum snærum. Aflinn telst í krókaaflamarks.

Þessu til viðbótar kemur afli á sjóstangaveiðimótum í ár sem varð 151 tonn en hann er utan kvóta. Alls nemur afli á sjóstöng því 416 tonnum á þessu ári.

Nánar segir frá sjóstangaveiði í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.