sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rúmlega helmingur makrílaflans til manneldis

30. ágúst 2010 kl. 11:57

Mun meiri áhersla hefur verið lögð á að landa makríl til manneldis í sumar en í fyrrasumar. Fiskistofa fylgist með skiptingu aflans eftir vinnsluaðferðum. Af liðlega 83 þúsund tonna afla, sem flokkaður hafði verið í síðustu viku eftir ráðstöfun, höfðu 53% farið í manneldisvinnslu en 47% í mjöl- og lýsisvinnslu.

Til samanburðar má nefna að í fyrrasumar var áætlað að 20% aflans hefðu farið í manneldisvinnslu en 80% í bræðslu.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.