þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rússar framlengja innflutningsbannið

25. júní 2015 kl. 11:33

Fiskmarkaður í Rússlandi.

Svar við framlengingu viðskiptaþvingana vestrænna ríkja gagnvart Rússlandi.

Rússnesk stjórnvöld hafa framlengt um eitt ár innflutningsbann á matvælum frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Noregi sem tók gildi í ágúst í fyrra. Fréttaskýrendur líta á þessa ákvörðun sem svar við því að ESB ákvað síðastliðinn mánudag að framlengja viðskiptaþvinganir sínar gagnvart Rússlandi vegna íhlutunar þess í málefni Úkraínu. 

Innflutningsbannið gildir um ávexti, grænmeti, kjöt, fisk og mjólkurafurðir. 

Eins og kunnugt er eru Ísland, Færeyjar og Grænland undanþegin banninu og geta því selt fiskafurðir til Rússlands án hindrana.