laugardagur, 4. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rússar og ESB veiddu mest af smugukarfanum

29. september 2011 kl. 11:12

Úthafskarfi (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Veiðum á úthafskarfa í Síldarsmugunni að ljúka.

NA-Atlantshafsfiskveiðinefndin (NEAFC) hefur tilkynnt að veiðum á úthafskarfa í Síldarsmugunni skuli ljúka á morgun, 30. september. Um er að ræða ólympískar veiðar úr 7.900 tonna kvóta.

Á vef samtaka norskra útgerðarmanna kemur fram að samkvæmt nýjustu tölum frá NEAFC hafi Rússar veitt mest af kvótanum eða næstum 3.000 tonn og næst komi skip frá Evrópusambandinu með 2.370 tonn. Afli Norðmanna sé aðeins 229 tonn.

Veiðarnar eru umdeildar þar sem Norðmenn telja að verið sé að veiða úr norskum stofni sem eigi í vök að verjast.

Sjá nánar í Fiskifréttum.