föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rússar taka sér meira en allir hinir til samans

17. maí 2013 kl. 11:47

Íslenskt varðskip fylgist með veiðum á Reykjaneshrygg. (Mynd: LGH)

Úthafskarfakvótinn í ár tvöfalt meiri en NEAFC ráðlagði

 

Heildaraflaheimildir í úthafskarfa í ár eru um 48.000 tonn en NA-Atlantshafsfiskveiðinefndin (NEAFC) ráðlagði 26.000 tonn. Mismunurinn stafar af einhliða kvótasetningu Rússa sem standa utan samkomulags hinna þjóðanna um kvótaniðurskurð.  

Samkvæmt gildandi samkomulagi sem Ísland, Færeyjar, Grænland, ESB og Noregur standa að er Ísland með stærstan hlut eða 31% og fær rúmlega 8.000 tonna kvóta í ár. Rússum voru ætluð 21% eða 5.400 tonn,  en þeir sættu sig ekki við sinn hlut og hafa sett sér einhliða 27.300 tonna kvóta. Það þýðir að Rússar taka sér helmingi hærri kvóta en hinar þjóðirnar til samans.  

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.