miðvikudagur, 12. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rússland niður um 25 sæti

24. nóvember 2017 kl. 19:00

Þurrkaðir þorskhausar frá Íslandi á markaði í Nígeríu. Mynd/Sigurjón Arason.

Verðmæti útflutnings minnkað um 65 milljarða

Viðskiptabann Rússlands og gjaldeyrishöft í Nígeríu hafa þýtt að útflutningsverðmæti sjávarafurða til landanna hafa minnkað um 65 milljarða króna frá árinu 2014, eða um 83%.

Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka; Íslenskur sjávarútvegur 2017. Þar segir að áhrif þessara breytinga komi helst fram í samdrætti í útflutningi uppsjávarfisks, þá sérstaklega í makríl og síld. Rússland var önnur stærsta viðskiptaþjóð landsins árið 2014 og Nígería var sjötta stærsta en þessi lönd hafa færst niður í 27. og 13. sæti á árinu 2016.

„Þessar breytingar á mörkuðum og neikvæð gengisáhrif eru á meðal helstu þátta sem valda því að heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2016 dragast saman [...]. Útflutningsverðmæti til Bretlands drógust til að mynda saman um 17 milljarða króna eða 18% á árinu 2016 og hefur talsverð veiking á breska pundinu gagnvart íslensku krónunni haft talsverð áhrif á þá þróun,“ segir í skýrslunni.