föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rússneski síldarmarkaðurinn í kringum 600 þúsund tonn

13. apríl 2012 kl. 11:54

Síld.

Norðmenn með 60-75% hlutdeild í síldarinnflutningi Rússa

 

Í heild fluttu Rússar inn 107.626 tonn af heillri síld og 43.978 tonn af frystum síldarflökum frá ýmsum löndum á árinu 2011. Norðmenn eru sem fyrr langstærstu útflytjendur á síld til Rússlands, að því er fram kemur á kystmagasinet.no.

Rússar fluttu inn 80.314 tonn af heillri frystri síld frá Noregi í fyrra sem er 74,6% af heildinni af þessari afurð. Jafnframt fluttu þeir inn 26.477 tonn af síldarflökum frá Noregi eða 60,2% af heildinni.

Rússar keyptu 11.705 tonn af íslenskri síld í fyrra samkvæmt fréttinni og 10.705 tonn af flökum.

Kystmagasinet segir að rússneski markaðurinn sé um 605 þúsund tonn miðað við heila síld. Þar af veiddu Rússar sjálfir um og yfir 400 þúsund tonn.