þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

SA samþykkir að LÍÚ sæki heimild til verkbanns

5. nóvember 2012 kl. 15:21

Kjaradeila sjómanna og útvegsmanna er í hörðum hnút.

Stórfelldar hækkanir á sköttum og veiðigjöldum kalli á lækkun launakostnaðar.

Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) samþykkti á fundi í dag að heimila Landssambandi íslenskra útvegsmanna að sækja heimild til verkbanns til aðildarfélaga. 

Í frétt frá SA segir að mikill vandi hafi skapast vegna stórfelldra hækkana á sköttum og veiðigjöldum. Útgerðir geti ekki brugðist við með því að ná niður launakostnaði á móti slíkum hækkunum nema í gegnum kjarasamninga. LÍÚ telji að engar líkur séu til að niðurstaða fáist í kjaradeiluna á annan hátt en að til vinnustöðvunar komi. 

„Stjórn SA heimilar Landssambandi íslenskra útvegsmanna að taka ákvörðun um verkbann sem nær til sjómanna sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum sambandsins. Um þá ákvörðun sem byggir á atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna fer samkvæmt samþykktum LÍÚ."