mánudagur, 30. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sagt leiða til fjöldagjaldþrota

24. ágúst 2011 kl. 12:24

Togveiðar

SA, LÍÚ og SF senda Alþingi umsögn um fiskveiðifrumvarpið.

Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Samtök fiskvinnslustöðva (SF) hafa sent sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis umsögn um sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar sem er til umfjöllunar hjá Alþingi.

Í umsögninni er bent á að verði frumvarpið að lögum muni sjávarútvegsfyrirtækin gjaldfæra samstundis allar eignfærðar aflaheimildir. Þetta mun lækka eigið fé greinarinnar um 180 milljarða króna og leiða til fjöldagjaldþrota í greininni. Einnig hefur frumvarpið þau áhrif að lækka mögulegar skatttekjur ríkissjóðs um marga milljarða króna.

Þá segir að upptaka ríkisins á aflaheimildum standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um vernd eignaréttarins. Réttindin sem felist í aflaheimildum verði því ekki tekin af fyrirtækjunum bótalaust. Í umsögn SA, LÍÚ og SF er bent á að markmið frumvarpsins sé m.a. að kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja, stórauka skattheimtu, auka pólitísk afskipti af greininni og grafa undan ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna.   

Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins.