þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sala á pangasíusi dregst saman í ESB

5. september 2012 kl. 12:15

Pangasíus

45% samdráttur í sölu í Þýskalandi

Innflutningur á eldisfiskinum pangasíusi frá Víetnam til Evrópusambandsins dróst saman um 27% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Ekki er talið að innflutningurinn muni aukast aftur það sem eftir er af árinu vegna lélegs efnahagsástands í Evrópu. 

Í júní síðastliðnum jafngilti útflutningur á pangasíusi frá Víetnam 16 milljörðum íslenskra króna sem er 14% minna en í mánuðinum þar á undan. Heildarútflutningur fyrstu sex mánuði ársins nam um102 milljörðum króna.

Helstu markaðir í Evrópusambandinu fyrir pangasíus eru á Spáni, í Hollandi, Þýskalandi og á Ítalíu og dróst sala saman á þremur þeirra en hélt áfram að aukast í Ítalíu. Mestur var samdrátturinn í Þýskalandi þar sem hann nam um 45% sem jafngildir um 3,3 milljörðum króna. 

Fyrr í sumar greindu Fiskifréttir frá því að framleiðendur á pangasíus í Víetnam væru í miklum erfiðleikum og fjöldagjaldþrot  yfirvofandi í greininni. Ástæðan er annars vegar mikill samdráttur í eftirspurn eftir pangasíus á Evrópu- og Ameríkumarkaði og hins vegar hækkun vaxta og strangari lánaskilyrði í Víetnam sem gera bæði framleiðendum og seljendum erfiðara fyrir.