þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sala á sjávarréttum dregst saman í bandarískum veitingahúsum

20. júlí 2011 kl. 08:32

Sushi

Steiktir réttir njóta síminnkandi vinsælda en vöxtur er í sölu á sushi

Heildarsala á sjávarréttum í bandarískum veitingahúsum hefur dregist saman undanfarin ár. Það er einkum steiktur og brasaður fiskur sem er á miklu undanhaldi en aðrir sjávarréttir eru í sókn. Þessar upplýsingar koma fram í frétt á vef SeafoodSource.

Talið er að samdráttinn megi rekja til erfiðleika í efnahagslífinu en hátt verð á sjávarréttum hefur einnig orðið til þess að hinir aðsjálu neytendur leita í ódýrari rétti þegar þeir fara út að borða.

Fyrstu þrjá mánuði þessa árs dróst sala sjávarrétta í heild saman um 2%. Þetta er hluti af langtímaþróun; salan skrapp sama um 1% árið 2007, 1% árið 2008, 6% árið 2009 og 1% árið 2010.

Réttir sem hafa ekki viðkomu á steikarpönnunni, svo sem lax og sushi, eru hins vegar í sókn. Fyrstu þrjá mánuði ársins fór salan á laxi upp um 1% og sala á sushi jókst um 4%.