þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Saltfiskkynning í Barcelona

28. október 2013 kl. 12:44

Íslenskur saltfiskur kynntur á Spáni.

Myndbönd á YouTube og uppskriftir á Facebook.

Íslenskar saltfiskafurðir voru kynntar á Seafood Barcelona sýningunni 22.-24. október við góðar undirtektir en það eru 26 íslensk fyrirtæki sem sameinast um kynninguna sem Íslandsstofa hefur umsjón með. "Taste and share the secret of Icelandic Bacalao" er yfirskrift þessarar kynningar sem hófst formlega á sýningunni í Barcelona, en saltfiskurinn verður einnig kynntur á Ítalíu og í Portúgal.

Í "Taste and share.." kynningarverkefninu er lögð áhersla á gæði, uppruna og hreinleika sem og fagmennsku og færni í að viðhalda ferskleika og bragðgæðum afurðanna. Íslenska þorpið er notað sem "rödd" í kynningunni og er ELDHÚSIÐ sem notað var í Inspired by Iceland verkefninu, táknmynd íslenska þorpsins. Samfélagsmiðlar eru notaðir í kynningunni og fer fljótlega í gang uppskriftasamkeppni á Facebook.  Sett hefur verið upp rás á YouTube þar sem hægt er að horfa á myndband sem eru hluti af kynningunni.

Sjá nánar á vef Iceland Responsible Fisheries.