laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sama leiguverð í báðum kerfum

30. maí 2016 kl. 13:13

Þorskur

Þorskkvótinn kostar nú 225 kr/kg en komst hæst í 330 kr. árið 2012

Undanfarna mánuði hefur verð á aflaheimildum verið nokkuð stöðugt í þorski bæði í aflamarks- og krókaaflamarkskerfinu. Verðið er nú í kringum 225 kr/kg í báðum kerfum. Verðið í aflamarkskerfinu hefur verið nokkuð stöðugt síðastliðin tvö ár eða á bilinu 215 til 227 kr. en verð hefur hækkað eitthvað í krókaaflamarkskerfinu.

Að leiguverð í báðum kerfum vekur nokkra athygli í ljósi þess að hér áður fyrr var verðmunurinn á heimildunum að jafnaði um 10-20%  milli kerfanna.

Á vef Fiskistofu má sjá þróunina á leigumarkaðnum allt frá árinu 2007 en þá voru 40.651 tonn leigð á milli skipa í eigu óskyldra aðila í báðum kerfum. Magnið dróst nokkuð saman árin eftir efnahagshrunið og var komið niður í 18.743 tonn árið 2010 en tók þá að aukast jafnt og þétt til ársins 2014 þegar magnið fór í  32.557 tonn en var litlu minna árið eftir eða 29 þúsund tonn.

Sjá nánar HÉR.