mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samdráttur í aflaverðmæti hjá norskum loðnuskipum

28. mars 2012 kl. 14:43

Loðna (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Meðalverð á kíló lækkar um 24% milli ára

Aflaverðmæti loðnu hjá norskum skipum í Barentshafi til dagsins í dag nemur um 318 milljónum norskra króna (7,1 milljarði ISK) en var 575 milljónir í fyrra (12,8 milljarðar ISK), að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Tölurnar endurspegla bæði samdrátt í magni og lægri meðalverð sem er nú 1,76 krónur á kíló (39,2 ISK) á móti 2,32 krónum á kíló í fyrra (51,7 ISK). Meðalverðið lækkar um 24% frá því í fyrra.