sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samdráttur í útflutningi norskra sjávarafurða á fyrsta ársfjórðungi

10. apríl 2012 kl. 14:39

Norski fáninn

Laxinn er um helmingur af útflutningsverðmætunum

Norðmenn fluttu út sjávarafurðir fyrir um 13,2 milljarða króna (29 milljarða ISK) á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hér er um 600 milljóna samdrátt að ræða, eða um 4%, miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef norska sjávarafurðaráðsins (Norges sjømatråd).

Samdrátturinn er aðallega tilkominn vegna lægra verðs á laxi en fékkst á sama tíma í fyrra. Laxinn er engu að síður helmingur af útflutningnum; nemur 6,8 milljörðum (tæpum 15 milljörðum ISK) á fyrsta ársfjórðungi.

Útflutningur á síld jókst um 14 milljónir og var alls 1,6 milljarðar króna (3,5 milljarðar ISK). Einnig jókst útflutningur á makríl en hann nam 791 milljón (um 1,7 milljörðum ISK).

Útflutningur á þurrkuðum saltfiski dróst saman um 78 milljónir og var 902 milljónir (1,9 milljarðar ISK). Útflutningur á saltfiski minnkaði töluvert og nam 331 milljón (728 milljónum ISK).