sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samherjaflotinn 28 skip

28. febrúar 2008 kl. 14:23

Samherji hf. á aðild að 9 útgerðarfélögum erlendis annaðhvort beint eða í gegnum erlend dótturfyrirtæki. Útgerðirnar eru ýmist að öllu leyti í eigu Samherja eða að verulegum hluta.

Þessi félög eru í 6 löndum og eiga samanlagt 21 skip, flest stór vinnsluskip eða verksmiðjuskip, þar af eru 19 skip á veiðum en tvö eru þjónustuskip.

Hér heima gerir Samherji út 7 skip þannig að Samherjaflotinn heima og erlendis er alls 28 skip. Rúmlega 90 íslenskir sjómenn eru á skipum Samherja erlendis.

Þetta kemur fram í Fiskifréttum, sérblaði um sjávarútvegsmál í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.