þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samherji efstur í þriðja sinn

4. febrúar 2016 kl. 14:00

Samherji HF

Listi yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ birtur.

Samherji hf. er efstur á árlegum lista CreditInfo yfir framúrskarandi fyrirtæki og er þetta í þriðja skipti í röð sem fyrirtækið er þar í forustu. 

Alls eru níu sjávarútvegsfyrirtæki í hópi tuttugu efstu í flokki stórra fyrirtækja. Hin eru Stálskip (5. sæti), Síldarvinnslan (6. sæti), HB Grandi (8. sæti), Samerji Ísland ehf. (10. sæti), Fiskveiðifélagið Venus (11. sæti), Ísfélag Vestmannaeyja (12. sæti), FISK Seafood (16. sæti) og Skinney-Þinganes (19. sæti). 

Röðin á listanum ræðst af hagnaði ársins 2014 (í tilviki Stálskipa var það síðasta árið sem fyrirtækið stundaði útgerð). 

Til þess að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtækin að standast styrkleikamat CreditInfo.