sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samherji fjárfestir í rækjunni í Kanada

5. ágúst 2010 kl. 10:24

Tekur tæpan helmingshlut í NRL

"Samherji hefur fest kaup á ríflega 45% hlut í kanadíska útgerðarfyrirtækinu Newfound Resources (NRL) í gegnum dótturfélag sitt, Onward Fishing Company í Skotlandi.

„Stór hluti af starfsemi Samherja er erlendis í dag, þannig gafst okkur kostur á að fjárfesta í góðu fyrirtæki með öflugum meðfjárfesti,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Viðskiptablaðið. Hann vísar þar til Cooke Aquaculture, fjórða stærsta laxeldisfyrirtækis heims sem kemur einnig að kaupunum, en félagið átti í viðskiptum við Glitni á sínum tíma.

Þorsteinn Már segir að ekki standi til að breyta rekstri NRL. „Í raun er þetta góð rekstrareining í dag og teljum við hana vera á góðu róli.“ NRL veiðir meira en sex þúsund tonn af rækju á hverju ári.