föstudagur, 10. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samherji hagnast um 16 milljarða

29. ágúst 2013 kl. 11:29

Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson þakkar samvinnu starfsfólks og og útfærslu góðra hugmynda því að Samherji skilar methagnaði.

Samherji skilaði methagnaði á síðasta ári. Hann nam 97,8 milljónum evra eða um 15,7 milljörðum króna. Til samanburðar nam hagnaðurinn 8,8 milljörðum króna árið 2011 og jókst hagnaðurinn því um 79% á milli ára mælt í krónum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir í samtali við Viðskiptablaðið sem kom út í dag samvinnu starfsfólks Samherja og útfærslu góðra hugmynda hafa skilað þessari niðurstöðu. Veiðar dótturfélaga í Barentshafi hafi gengið mjög vel auk þess sem þetta sé fyrsta heila rekstrarárið þar sem útgerðarfélag Akureyringa sé inni í uppgjörinu.

Ítarlega er fjallað um uppgjör Samherja í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgasta blaðið í heild hér að ofan á vefsíðunni undir liðnum tölublöð.