laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samherji kaupir í Slade Gorton

18. maí 2016 kl. 09:49

Opnar sölu- og dreifingarleiðir Samherja í Bandaríkjunum

Samherji hefur eignast hlut í bandaríska dreifingarfyrirtækinu Slade Gorton. Fyrirtækið var stofnað árið 1928. Það starfar við innflutning, dreifingu og framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum. Meðal vöruliða eru yfir 1.000 tegundir af ferskum, frosnum og unnum sjávarafurðum.

Í fréttatilkynningu frá Slade Gorton segir Gústaf Baldvinsson, yfirmaður sölumála hjá Samherja, að fyrirtækið hafi „fjárfest í umtalsverðu magni“ í Slade Gorton. Í henni segir ennfremur að Samherji sé nú minnihlutaeigandi Slade Gorton. Meirihluti hlutabréfa í Slade Gorton verður áfram í eigu Gorton fjölskyldunnar.

Fyrirtækið var stofnað af Slade Gorton, sem 

Í fréttatilkynningunni segir að með samningnum muni opnast fyrir dreifingar- og söluleiðir fyrir framleiðsluvörur Samherja í Bandaríkjunum. Samningurinn muni einnig renna enn frekari stoðum undir aukið vægi unninna sjávarafurða í vöruframboði Slade Gorton.

 

 „Samherji verður frábær samstarfsaðili. Með samstarfinu getum við boðið viðskiptavinum okkar aðgengi að sjávarafurðum sem aflað er við sjálfbærustu skilyrði í heiminum og nýtt þannig sífellt aukinn áhuga neytenda á uppruna vörunnar,“ segir Kim Gorton, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Slade Gorton.