þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samherji unir ekki fjársekt Seðlabankans

19. september 2016 kl. 11:26

Stjórnendur Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson.

Ósanngjörn valdbeiting vanhæfra embættismanna, segja forráðamenn Samherja.

Samherji mun höfða ógildingarmál á hendur Seðlabankanum vegna stjórnvaldssektar upp á 15 milljónir króna sem Seðlabankinn ákvað að leggja á fyrirtækið í kjörfar þess að Samherji hafnaði sáttaboði bankans fyrr í sumar.  

Þetta kemur fram á vef Samherja þar sem farið er yfir sjónarmið fyrirtækisins í deilunni við Seðlabankann. Þar segir m.a.: 

„Til að breiða yfir þessi afglöp og fleiri sendi Seðlabankinn Samherja bréf um miðjan júlí þar sem reynt var að þvinga fram sátt gegn greiðslu fjársektar uppá 8,5 milljónir króna. Þrátt fyrir að það hefði verið þægilegast að taka þessu sáttarboði og afskrifa loksins málið, sem hófst með stærstu húsleit Íslandssögunnar og hefur tekið mikinn tíma og orku, kom það ekki til greina. Enda þótt hér hefði verið velt við hverjum steini í rekstrinum hefur Seðlabankinn oftar en einu sinni verið gerður afturreka með ásakanir sínar, útreikninga og aðferðir. Því var það aldrei valkostur af okkar hálfu að taka boði á röngum forsendum, bara til að losna.

Nú sem áður finnst okkur skipta máli að sýna fram á að við hjá Samherja gerðum ekki neitt rangt, heldur vorum við beitt ósanngjarnri valdbeitingu nokkurra vanhæfra embættismanna Seðlabankans.

Sjá nánar á vef Samherja.