sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samherji velti 33,5 milljörðum í fyrra

7. nóvember 2008 kl. 20:24

Samherji hf. er langstærsta íslenska sjávarútvegsfyrirtækið og velti 33,5 milljörðum króna á árinu 2007, samkvæmt nýbirtri samantekt tímaritsins Frjálsrar verslunar. Velta fyrirtækisins jókst um 41% frá árinu áður vegna vaxandi umsvifa þess erlendis. Hagnaður eftir skatta nam rúmlega 4,7 milljörðum króna.

HB Grandi er annað stærsta sjávarútvegsfyrirtækið með 12,8 milljarða króna veltu í fyrra en hagnaðurinn eftir skatta nam tæplega 1,9 milljarður króna. Í þriðja sæti er Síldarvinnslan með 8,7 milljarða veltu, í því fjórða er Ísfélag Vestmannaeyja (7,3 milljarðar) og fimmta í röðinni er Brim (6,3 milljarðar).