mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samið um smíði á stórum og glæsilegum netabáti

14. júlí 2011 kl. 15:00

Teikning af Nesebuen.

Norðmenn láta smíða nýja netabáta en slíkum bátum fækkar jafnt og þétt á Íslandi

Á meðan íslenskum netabátum fækkar jafnt og þétt láta Norðmenn smíða fyrir sig ný og glæsileg netaskip. Nýlega var skrifað undir samning um smíði á stórum netabáti í Noregi, að því er fram kemur á vef Fiskerforum.

Skipið verður smíðað í skipasmíðastöðinni Vestværftet fyrir norska útgerðarfyrirtækið Nessjøen A/S. Skipið verður 32,4 metrar á lengd og um 9 metrar á breidd. Þetta annað stærsta skip sem Vestværftet hefur smíðað hingað til. Það er smíðað fyrir útgerðarfélagið Nessjøen A/S í Noregi. Það fær nafnið Nesebuen og á að leysa eldra samnefnt skip af hólmi.