sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samið um smíði tveggja 30 tonna báta fyrir krókaaflamarkið

30. maí 2013 kl. 10:06

Bátarnir sem Einhamar hefur samið um smíðar á eru samskonar og Aldís Lind, 30 tonna bátur sem smíðaður var fyrir Íslendinga í Noregi.

Einhamar fjárfestir fyrir 300 milljónir í trausti þess að reglum um stærðarmörk smábáta verði breytt

 

Einhamar ehf. hefur gengið frá samningi við Trefjar um smíði tveggja 15 metra plastbáta sem afhentir verða í janúar. Heildarfjárfestingin er 300 milljónir króna. Bátarnir verða um 30 brúttótonn. Þeim er ætlað að veiða í krókaaflamarki en hámarksstærð báta sem hægt er að flytja aflamark á er 15 brúttótonn samkvæmt núgildandi lögum.

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum. Nýju bátarnir koma í staðinn fyrir Gísla Súrsson GK og Auði Vésteins SU. „Við látum smíða þessa báta í trausti þess að lögum verði breytt í sumar eða haust og heimilað að stækka bátana. Mikil krafa er um það frá smábátasjómönnum og litlu munaði að slík breyting hefði farið í gegnum þingið í vor. Nú eru komin ný stjórnvöld og menn í sjávarútvegi bjartsýnni,“ segir Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri Einhamars.

 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.