laugardagur, 18. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samningur um útboð hafrannsóknaskips undirritaður

6. september 2019 kl. 08:00

Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Mynd/Svanhildur Egilsdóttir

3,2 milljörðum króna verður varið í smíði skipsins á árunum 2020-2021.

Hafrannsóknastofnun og Ríkiskaup undirrituðu í gær samning um útboðsvinnu fyrir nýtt hafrannsóknaskip. Samninginn undirrituðu Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar.

Það var tilkynnt á sérstökum hátíðarfundi í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands, sem haldinn var á Þingvöllum 18. júlí í fyrra, hvaða verkefni yrði ráðast í af tilefni fullveldisafmælisins.

Annað þeirra var smíði nýs rannsóknaskips fyrir Hafrannsóknastofnun. Samkvæmt tillögunni var 300 milljónum króna varið í hönnun og undirbúning smíðarinnar á þessu ári og 3,2 milljörðum króna í smíði skipsins á árunum 2020-2021.

Nýtt rannsóknaskip mun leysa Bjarna Sæmundsson af hólmi, sem smíðaður var árið 1970, og mun gerbreyta og bæta aðstöðu til rannsókna.