miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samskip siglir til Gdansk

25. júlí 2019 kl. 12:56

Arnarfelliðö siglir hlaðið varningi inn spegilslétt sundin. MYND/Samskip

Vikulegar siglingar hefjast í ágúst á nýrri siglingaleið til Eystrasaltsins

Samskip hefja 16. ágúst siglingar til Eystrasaltsins með viðkomu í Gdansk í Póllandi og Klaipeda í Litháen.

„Ný siglingaleið býður upp á margþættan ávinning jafnt fyrir inn- og útflutning frá Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Samskipum og er bent á að áreiðanleiki í flutningum sé lykilatriði fyrir útflytjendur í sjávarútvegi og marga aðra.

„Þá er mikill innflutningur frá Eystrasaltslöndunum og tækifæri honum tengdur. Þar má nefna margvíslega byggingavöru, húsgögn, umbúðir, framleiðsluvörur og annan almennan neytendavarning.“

Þá segir að lagt verði upp frá Reykjavík á miðvikudögum. Fyrst sé siglt til Cuxhaven í Þýskalandi, með viðkomu í Vestmannaeyjum og Færeyjum, og þar með tengingu til Gdansk í Póllandi og svo áfram til Klaipeda í Litháen. Á bakaleiðinni er svo siglt til Ósló í Noregi, áður en haldið er til Árósa í Danmörku með tengingu til Íslands á ný.