sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samþjöppun í hópi breskra sjávarútvegsrisa

5. desember 2011 kl. 18:17

Vörur frá Cumbrian Seafood

Cumbrian Seafood selt. Kaupendur eru eigendur Findus og Young’s Seafood.

Lion Capital, eigandi stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna Findus Group og Young’s Seafood í Bretlandi, hefur keypt sjávarútvegsfyrirtækið Cumbrian Seafood. Síðastnefnda fyrirtækið lenti í fjárhagserfiðleikum sem leiddi til þessarar niðurstöðu.

Cumbrian Seafood hefur rekið þrjár starfsstöðvar í Norður-Englandi, þeirra á meðal stóra nýja verksmiðju í Durham sýslu þar sem 378 manns starfa. Í hinum fyrirtækjunum tveimur vinna samtals tæplega 200 manns.

Cumbrian Seafood var eitt af 250 stærstu einkareknu fyrirtækjunum í Bretlandi samkvæmt lista sem birtist í Sunday Times í október. Velta fyrirtækisins nam 200 milljónum sterlingspunda á ári, jafnvirði 37 milljarða íslenskra króna. Fyrirtæki var stærsti sjálfstæði birgir helstu stórmarkaðskeðja í Bretlandi svo sem Tesco og Morrisons.

Sjö af hverjum tíu rækjukokteilum sem seldir eru í breskum stórmörkuðum er pakkað hjá Cumbrian Seafood.