fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga stofnuð

1. október 2012 kl. 11:08

Akkeri. (Mynd: Valdimar Ingi Gunnarsson).

Alls 24 sveitarfélög eru stofnaðilar.

Stofnuð hafa verið  Samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem eru samtök þeirra sveitarfélaga sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi nýtingu sjávarauðlindarinnar, veiðar og vinnslu, og er tilgangur samtakanna að vinna að sameiginlegum hagsmunum aðildarsveitarfélaga og íbúa þeirra í þeim málum sem tengjast nýtingu sjávarauðlindarinnar.  

Á stofnfundi þann 26. sept. sl. gerðust 24 sjávarútvegssveitarfélög stofnaðilar samtakanna.  

Í ályktun fundarins segir m.a.: ,,Með lögum um sérstakt veiðigjald er enn hert á kröfunni um hagræðingu í greininni. Til þess að sveitarfélögin geti brugðist við þeim breytingum sem því munu fylgja, svo sem fækkun starfa, er nauðsynlegt að þau fái hlutdeild í sérstaka veiðigjaldinu. Fundurinn felur stjórn samtakanna að kynna þá kröfu fyrir stjórnvöldum og fylgja málinu fast eftir.

Í stjórn voru kosin Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, sem var jafnframt kosin formaður samtakanna, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri í Fjarðabyggð, Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Í varastjórn eru Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri í Vesturbyggð, Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi og Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri í Sandgerði.