föstudagur, 15. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samtök sjómanna fagna ákvörðum um hvalveiðar

28. janúar 2009 kl. 14:54

Sjómannasambands Íslands og Farmanna- og fiskimannasamband Íslands hafa hvort í sínu lagi fagnað ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila hvalveiðar að nýju. Samtökin hafa bæði ítrekað í fyrri ályktunum sínum að hvalveiðar í atvinnuskyni væru löngu tímabærar.

Á síðasta þingi Sjómannasambandsins sagði m.a. í ályktun:

,,Sjómannasambands Íslands fagnar því sérstaklega að nú hefur verið opnað fyrir innflutning og sölu á hvalkjöti til Japans. Í þeim efnahagsþrengingum sem nú ríkja er nauðsynlegt að nýta öll atvinnutækifæri sem tiltæk eru, þar með talið að veiða hvali. Með opnun markaða fyrir hvalkjöt er ekkert því til fyrirstöðu að nýta þessa auðlind á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Þingið skorar á stjórnvöld að heimila bæði veiðar á hrefnu og stórhvölum á næsta ári. Þingið ítrekar fyrri skoðun um að hvalveiðar í atvinnuskyni og starfsemi tengd hvalaskoðunarferðum með ferðamenn geti vel farið saman.“