föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sebrafiskar og menn eru með samskonar tímaklukku

25. júlí 2011 kl. 11:00

Sebrafiskur

Rannsóknir á sebrafiskum gætu stuðlað að lækningu á andlegum kvillum sem hrjá mannfólkið

Rannsóknir vísindamanna í Ísrael á örsmáum fimm sentímetra löngum fiski, sebrafiski, veita ómetanlega innsýn í tímaklukku mannsins. Þessi uppgötvun hjálpar til við að þróa meðferð við geðveiki og svefntruflunum, að því er fram kemur á vefnum fis.com.

Vísindamaður við háskólann í Tel Aviv segir að menn og sebrafiskar (Brachydanio rerio) hafi samskonar virkni sem stjórnar tímaklukkunni í líkama þeirra, þ.e. líffræðilegum sveiflum innan sólarhringsins. Þunglyndi, þyngdarröskun, flugþreyta og fleira tengjast truflunum á tímaklukkunni.

Þessi uppgötvun á samsvörun manns og fisks skapar ótal möguleika til frekari rannsókna og til að þróa meðferð á margskonar andlegum kvillum sem hrjá mannfólkið.