mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Selabann ESB stríðir gegn reglum WTO

23. maí 2014 kl. 10:18

Norskir selveiðimenn með feng sinn.

Alþjóðaviðskiptastofnunin hefur kveðið upp úrskurð sinn.

Kærunefnd Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) hefur úrskurðað að reglur ESB um verslun með selaafurðir stríði gegn meginreglum stofnunarinnar um að ekki megi mismuna í viðskiptum. Þá telur kærunefndin að undantekningarákvæði þar sem vísað er í „opinbert siðferði“ eigi ekki við í þessu tilfelli. 

Stjórnvöld í Noregi og Kanada vísuðu málinu til WTO árið 2011. Í gildi eru mjög strangar reglum frá árinu 2010 um viðskipti með selaafurðir innan ESB. Noregur uppfyllir ekki skilyrðin sem þar eru sett og hefur því ekki getað selt selaafurðir til ríkja sambandsins síðan. 

Í frétt á vef samtaka norskra útvegsmanna segir að reglur ESB um selaafurðir geti skapað alvarlegt fordæmi um verslun með afurðir auðlinda sem nýttar eru á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Haft er eftir Elísabetu Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, að hún vænti þess að ESB afnemi þessar reglur.